Vegna greiðsluseðla í heimabanka

Kæru safnaðarfélagar

Í vikunni sendum við út greiðsluseðla í valgreiðslusjóðinn okkar sem nýttur hefur verið í viðhald á kirkjunni bæði að innan og uta. Því miður urðu þau leiðu mistök að reikningurinn fór ekki í valgreiðslu eins og verið hefur heldur birtist í heimabankanum sem skyldugreiðsla.

Það er von okkar að það hafi ekki áhrif á greiðslur en eins og áður er engin skylda að greiða kröfuna. Það er gjalddagi 15. nóvember en eindagi 1. maí og ekki þarf að greiða dráttarvexti. Ef krafan verður ekki greidd fellur hún út úr bankanum í haust og alltaf er hægt að fela greiðsluna þangað til.

Við biðjumst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.

F.h. safnaðarstjórnar

Björg Valsdóttir safnaðarformaður

Deila