Vegna greiðsluseðla í heimabanka

Kæru safnaðarfélagar

Í vikunni sendum við út greiðsluseðla í valgreiðslusjóðinn okkar sem nýttur hefur verið í viðhald á kirkjunni bæði að innan og uta. Því miður urðu þau leiðu mistök að reikningurinn fór ekki í valgreiðslu eins og verið hefur heldur birtist í heimabankanum sem skyldugreiðsla.

Lesa meira
Posted in Uncategorized | Comments Off on Vegna greiðsluseðla í heimabanka

Uppskerumessa og barnastarf

Mynd fengin frá www.gotteri.is

Uppskerumessa og barnastarf verður í Óháðu kirkjunni sunnudaginn 22. september 2019 kl 14:00. Messugestir eru hvattir til að koma með eitthvað af uppskeru sumarsins til messu til að hafa í maulinu eftir Guðsþjónustuna.

Lesa Meira
Posted in Uncategorized | Comments Off on Uppskerumessa og barnastarf

Guðsþjónusta og barnastarf

Messa verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 8. september n.k., séra Pétur þjónar fyrir altari. Katrín Lilja Sigurðardóttir mun koma til okkar og vera með gjörning fyrir börnin til að byrja barnastarf vetrarins með hvelli. Kristín Anna Guðmundsdóttir syngur lög Ellýjar Vilhjálms í messuni og mun Óháði kórinn leiða messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. 

Messugutti er Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum í anddyri kirkjunnar

Posted in Uncategorized | Comments Off on Guðsþjónusta og barnastarf

Óháði söfnuðurinn fagnar haustinu í Gufunesbæ

Miðvikudaginn 21. ágúst var fjölskylduferð Óháða safnaðarins í Gufunesi. Fjöldi fólks mætti og gæddi sér á pylsum, gosi og prins pólói. Veðrið var frábært og aðstaðan mjög góð. Skemmtilegt leiksvæðið gladdi ungviðið og Pétur og Kristján tóku lagið.

Við þökkum fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur í starfi safnaðarins í vetur sem hefst sunnudaginn 25. ágúst með fyrirbænaguðsþjónustu kl. 20:00.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Óháði söfnuðurinn fagnar haustinu í Gufunesbæ

Fjölskylduferð í Gufunes 21. ágúst kl. 18:00 (ath. breytt staðsetning)

Miðvikudaginn 21. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Gufunes með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Leikaðstaða fyrir börn er frábær, klifrugrind, rennubrautir og sandkassi.

Mæting er kl. 18.00 og boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.

Continue reading
Posted in Uncategorized | Comments Off on Fjölskylduferð í Gufunes 21. ágúst kl. 18:00 (ath. breytt staðsetning)

Hvítasunnu messa á annan í Hvítasunnu.

Heilagur andi.

Kvöldmessa verður í kirkju Óháða safnaðarins á annan í Hvítasunnu .
Séra Pétur þjónar fyrir altari, kór safnaðarins syngur undir stjórn Þorvaldar Davíðssonar.

Maul eftir messu .og Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti kirkjugestum að venju.

Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Hvítasunnu messa á annan í Hvítasunnu.

Jazzmessa í Óháða söfnuðinum

Jazzmessa verður í Óháða söfnuðinum á sunnudaginn 26. og mun Sr. Pétur Þorsteinsson predika og þjónar fyrir altari. Jazztríóið Funi verður á staðnum og leikur sjóðandi jazz undir stjórn Kristjáns Hrannars. Óháði kórinn leiðir messusöng.

Messugutti verður Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

Maul verður eftir messu í Kirkjubæ að vanda.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Jazzmessa í Óháða söfnuðinum

Gönguguðsþjónusta

Brynjudalur – Mynd: Elin Laxdal

Gönguguðsþjónustan sem hefst kl. 9:00 að morgni laugardagsins 25. maí, verður að þessu sinni á Hvalfjarðarsvæðinu. Ekið verður í Brynjudal að bænum Hrísakoti. Þar hefjum við gönguna og göngum inn dalinn að fallegu gili, Þórisgili.  Fyrir þá sem vilja fara lengra er möguleiki á að ganga lengra upp á hálsinn. Við getum m.a. virt fyrir okkur staði sem komu fyrir í þættinum Ófærð II. Síðan verður haldið til baka eftir svipaðri leið.

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólöf Ingólfsdóttir söngkona syngur einsöng.

Þetta eru um 7 km en við tökum góðan tíma í gönguna og til að
skoða umhverfið.

Gangan ætti að vera létt, en við höfum ekki haft tækifæri á að prufuganga hana því við þurftum að breyta áætlun þar sem svæðið sem við ætluðum að ganga er lokað vegna æðarvarps !

Lesa meira
Posted in Uncategorized | Comments Off on Gönguguðsþjónusta

Hammond tónleikar Óháða kórsins

Hammond heimsins

Föstudaginn 24. maí kl. 20:00 heldur Óháði kórinn glæsilega Hammond tónleika ásamt hljómsveit og góðum gestum. Á efnisskránni er Trúbrot, Radiohead, Hjálmar o.fl.

Seinasta haust var glæsilegasta Hammond orgel landsins keypt í kirkjuna. Þórir Baldursson vann að endurgerð þess í heilt ár og er gripurinn því sem glænýr.

Lesa meira
Posted in Uncategorized | Comments Off on Hammond tónleikar Óháða kórsins

Messa og barnastarf á sunnudaginn 12. maí

Messa verður sunnudaginn 12. maí 2019 kl. 14:00 í kirkju Óháða safnaðarins.

Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Tónlist dagsins verður smá upphitun fyrir Hammond tónleikana sem verða haldnir verða 24. maí næstkomandi. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á okkar magnaða hammond sem fyllir kirkjuna af mikilli tónlist og gleði.

Messan er tileinkuð þeim sem hafa gengið inn í söfnuðinn á árinu og þeir boðnir velkomnir. Af því tilefni verður veglegt maul eftir messu þar sem við styrkjum samfélagið okkar.

Messugutti er Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum.


Posted in Uncategorized | Comments Off on Messa og barnastarf á sunnudaginn 12. maí